Blika logo
Staðan

Þann 10. júlí hófst gos við Litla-Hrút á Reykjanesi. Gosið er á svipuðum stað og fyrri gos í nágrenni Fagradalsfjalls. Það var í byrjun stærra en fyrri gos, en nú hefur dregið úr virkninni og er hún svipuð og í gosunum 2021 og 2022.

Það er erfiðara að komast að þessu gosi en þeim fyrri. Sé ætlunin að leggja land undir fót og bera eldgosið augum þá er einungis ein leið opin. Leið D. Hún er merkt með fjólubláu á kortinu hér að neðan. Gangan er nálægt 10 km hvora leið á tiltölulega erfiðu undirlendi. Slóðin fylgir grófum malarvegi langleiðina, en labba þarf á mel u.þ.b. síðustu 2 km að gosinu. Ákjósanlegt er að bíða í nokkra daga þar til gosið er skoðað og betri göngustígur hefur verið búinn til

Með því að velja dag hér að ofan er hægt að sjá ítarlega veður- og gasspá fyrir umbrotasvæðið.

Eldgosaspá

Allt frá því í fyrsta gosinu í Fagradalsfjalli 2021 hefur verið hægt að sjá ítalrega eldgosaspá auk upplýsinga um gönguleiðir og aðrar nauðsynlegar upplýsingar fyrir gosfara á Bliku.

Á meðan gosunum hefur staðið hafa þau dregið til sín þúsundir ferðamanna dag hvern. Tækifærið að sjá eldgos er einstakt og fyrir flesta erlenda ferðamenn er þetta tækifæri sem býðst einungis einu sinni á lífsleiðinni. Þrátt fyrir að það geti verið tiltölulega hættulítið að heimsækja lítið sprungugos, þá er nauðsynlegt fyrir alla að vera vel undirbúnir fyrir bæði veður og aðstæður á svæðinu áður en gengið er að gosstöðvunum. Þessi undirsíða er sérhönnuð til þess að veita allar nauðsynlegar veðurupplýsingar fyrir þá sem hyggjast skoða gosið. Spáin er auðskilin en henni er skipt upp í nokkra þætti. Þeir eru vindur, hiti, úrkoma og gasmengun. Hverjum þætti er lýst á þægilegan hátt. Einna mikilvægast er að skoða gasspána, þar sem það er þáttur sem flestir þekkja illa.

Á síðunni er einnig hægt að skoða kort sem sýnir bílastæði og gönguleiðir á svæðinu. Þá eru einnig svör við helstu spurningum sem og útbúnaðarlisti (einungis á ensku sem stendur).

Þessi síða er einnig aðgengileg í heild sinni á ensku fyrir erlenda ferðamenn á hliðarvef okkar, wet.is.

Algengar spurningar

Er svæðið opið allan sólarhringinn?

Yfirleitt er svæðið opið allan sólarhringinn. Þó er meira viðbragð á svæðinu yfir daginn. Mælt er með því að forðast að heimsækja gosið á nóttunni, þegar minna viðbragð er.

Má vera með dróna?

Það er heimilt að fljúga dróna á öllu svæðinu. Heimilt er að fljúga í allt að 120 m hæð yfir jörðu. Þó getur það verið bannað í stuttan tíma í senn vegna rannsóknarfluga yfir eldgosið. Frekari upplúysingar og tilkynningar um lokun á svæðinu eru birtar á vefsvæði Samgöngustofu.

Er hættulegt að fara á svæðið?

Öllum ferðalögum fylgir einhver áhætta. Að heimsækja eldgosið er ekki mjög hættulegt ef farið er eftir öllum reglum. Með því að halda góðri fjarlægð frá eldgosinu og heitu hrauni er hægt að lágmarka áhættuna. Einnig er nauðsynlegt að fylgjast vel með veðurspá og að klæða sig eftir veðri.

Geta börn gengið að gosinu?

Gangan er tiltölulega löng, en það er ekkert sem kemur í veg fyrir að börn geti gengið að gosinu. Foreldrar verða þó að meta getu barna sinna og hafa í huga að börn eru viðkvæmari fyrir gasmengun en fullorðnir.

Hvenær lýkur gosinu?

Ómögulegt er að segja til um hvenær gosinu líkur. Fyrsta gosið stóð yfir í rúmlega hálft ár en gos númer tvö stóð yfir í u.þ.b. 3 vikur.

Vefmyndavélar
RÚV Driffellshraun
RÚV Litli-Hrútur norður
Vísir
Mbl