Sveinn Gauti Einarsson | 19.12.2018 12:00
Upplýsingar um Bliku

Blika er veðurspákerfi sem leitast við að birta spár fyrir staði eftir ákvörðun hvers og eins.  Gerðar eru staðspár í þéttu reiknineti fyrir landið allt.  Leitast er við að upplýsingar séu skýrar, aðgengilegar fyrir notandann á tölvu og í síma. Einnig eins áreiðanlegar og best gerist.

Spárnar uppfærast fjórum sinnum á dag. Reiknað er í fínu neti í spákerfi á veðurtölvu Bliku, 60 klst. fram í tímann og eftir það í grófara reiknineti 10 daga fram í tímann. Spár eru reiknaðar fyrir tæplega 10.000 staði á Íslandi og sífellt eru að bætast við fleiri staðir.

Veðurvaktin ehf. hefur í meira en 10 ár veitt sérhæfða veðurþjónustu þar sem sértækar spár fyrir staði fremur en svæði koma oftast við sögu.  Flestir þekkja spár á yr.no.  Þar eru keyrð saman tölvulíkön og skár með fjölda staðarheita og staðarákvarðana úti um allan heim. Þessar staðspár eru aðgengilegar og notkun þeirra er handhæg.  Hér á landi hafa þær hins vegar ekki gagnast að fullu þar sem möskvupplausnin er fremur gróf.  Annað gildir um heimalandið Noreg. 

Vel er hægt að nota sömu aðferðafræði og yr.no byggir á með því að keyra veðurlíkan í hærri upplausn fyrir landið og miðin. Langtímaspáin byggir síðan á grófari möskvaupplausn.

Spákerfi Bliku er nýjasta útgáfa WRF-líkans  sem keyrt er í 3 km upplausn fyrstu 60 tímana, og í 9 km upplausn til lengri tíma. Inntaksgögn koma frá GFS líkani Bandarísku Veðurstofunnar.  Yfirborðsgerð lands er unnin upp úr Corine landupplýsingargögnum og ArcticDEM hæðarkerfi.  Landupplýsingar eru nákvæmar og herma helstu vindstrengi við fjöll sem og skjól í landslagi.   Til viðbótar við hefðbundið háupplausnarlíkan byggir spáin einnig á gervigreind sem er nýung í gerð veðurspáa hér á landi.  Markmiðið er að gervigreind bæti gæði staðaspánna frá því sem nú er.

Nákvæmni spánna verður metin með viðurkenndum aðferðum og borin saman við sambærilegar spár frá m.a. yr.no og vedur.is. Hafa verður í huga að mjög dregur úr áreiðanleika og spágetu frá 5.-7. degi. Mikil framþróun á sér stað í birtingu á veðurspám og spágögnum með þarfir notenda í huga.  Blika mun taka breytingum, fylgjast með nýjungum og leiðum til að miðla þessum mikilvægu og gagnlegu upplýsingum til fólks.  Blika er fyrst og fremst vefsvæði fyrir staðspár og allt sem þeim viðkemur.  Veðurkort, mælingar og fjarkönnunargögn má finna á öðrum vefsvæðum m.a. hjá Veðurstofu Íslands.

Blika.is er hönnuð og rekin af starfsmönnum Veðurvaktarinnar, þeim Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi og Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi. Ekki er tekin ábyrgð á tjóni sem hlýst af völdum skekkju í spám Bliku.

Ábendingar og fyrirspurnir má senda á [email protected]

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
1 mm
8 m/s
12:00
0 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
18:00
0 mm
6 m/s
21:00
-1°
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
2 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
Næstu dagar
0606
5 mm
7 m/s
0707
-1°
18 mm
10 m/s
0808
17 mm
10 m/s