Tjaldsvæðið á Laugarvatni er stórt og skjólgott vel staðsett við Gullna hringinn með frábæru útsýni. Aðgangur að sturtum innifalinn! Tjaldsvæðið hentar vel til dags ferða til að skoða marga áhugaverða staði Laugarvatnshellir, Þingvellir, Geysir, Gullfoss, Faxi og Kerið sem dæmi. Fjölbreytt þjónusta og afþreying er í boði á Laugarvatni og nágrenni s.s golf, spa, sund, hestar, bátar og veiði í vötnum og ám.