Hamrar er fjölbreytt útivistar- og athafnasvæði þar sem lögð er áhersla á umhverfismál, ferðamál og almenna útivist með áhrifir skátahreyfingarinnar og almennings í huga.
Hamrar eru í fögru umhverfi undir klettunum sunnan og ofan Akureyrar. Tjaldsvæðið er staðsett við útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Frábærar gönguleiðir í nágrenninu. Stutt í alla þjónustu á Akureyri.
Ekið er framhjá flugvellinum og beygt upp eftir það upp fyrsta afleggjarann til hægri og ekið semleið liggur út í gegnum Kjarnaskóg. þegar komið er út úr skóginum aftur er ekið í smá spotta og beygt til vinstri upp fyrsta afleggjarann eftir Kjarnaskóg.