Tjaldsvæðið í Húsafellsskógi hefur notið mikilla vinsælda í áraraðir.
Stæðin eru á miðju orlofssvæðinu og göngufæri í sund, golf, leiktæki, verslun og veitingar. Rafmagnstenglar eru á u.þ.b. 70 stæðum og þarf tengi skv. evrópskum stöðlum. Salerni, sturta, heitt og kalt vatn, þvottaaðstöðu og eldhúsaðstaða er innifalið í tjaldstæðagjaldi.
Varðeldur er á laugardagskvöldum yfir hásumarið.
Gestir á tjaldsvæði skulu ávallt skrá komu sína og greiða gistigjald við komu.