Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.
Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.
Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.
Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.
Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans
Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra
Tjaldstæði með salerni og sturtu
Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):
Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo
Veiðileyfi í Langasjó