Blika.is er í eigu Veðurvaktarinnar ehf, vedurvaktin@vedurvaktin.isUm Bliku
Hólaskjól
1 / 6

Upplýsingar

8555813
http://www.eldgja.is
holaskjol@holaskjol.com
63.9074, -18.604505
1.6. - 30.9.

Verð

Fullorðnir2.800 kr
7 - 17 ára1.400 kr
1 - 6 ára0 kr
Gistináttagjald400 kr
Síðast uppfært: 2025

Þægindi

Kalt vatn
Ekkert heitt vatn
Ekkert rafmagn
Engin eldunaraðstaða
Sturta (greitt)
Ekkert símasamband
campsiteDetail.wifi
Hundar leyfðir
Engin þvottavél
Vatnssalerni

Um tjaldsvæðið

Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.

Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata.

Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum.

Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum.

Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans

Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra

Tjaldstæði með salerni og sturtu

Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó):

Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo

Veiðileyfi í Langasjó