Tjaldstæðið er skjólgott í faðmi fallegra fjalla. Gott pláss er á svæðinu og hægt er að taka við stórum hópum. Bæði er gott pláss fyrir þyrpingu lítilla tjalda eða stóra bíla. Lítill lækur liðast við tjaldstæðið sem er kjörinn fyrir börnin að sulla í og Fossáin liðast út dalinn. Kjörinn staður fyrir þá sem vilja frið frá hinu daglega amstri, í fagurri nátturu. Á svæðinu er gríðarlega fjölbreytt tækifæri til gönguferða og svo eru fallegir fossar í Fossánni.
Klósettaðstaða er í aðstöðuhúsi ásamt heitu og köldu vatni. Rafmagn og frítt WiFi er á öllu svæðinu.
Við tjaldsvæðið er aðstöðuhús með sex aðskildum stöðvum með eldunaraðstöðu ásamt sætum fyrir 80-100 manns.