Camp Egilsstadir er opið allt árið um kring með aðstöðu opna allan sólarhringinn. Camp Egilsstadir er miðsvæðis í bænum, í klettaskjóli við Kaupvang, steinsnar frá söluskála N1, versluninni Nettó og öðrum helstu verslunar- og þjónustuaðilum.
Öll helsta aðstaða er fyrir hendi á tjaldsvæðinu allan sólarhringin: Eldhúsaðstaða, matsalur, WC, ókeypis sturtur fyrir viðskiptavini, þvottavél, þurrkari, rafmagn og leiktæki fyrir börn. Á svæðinu eru útiborð og bekkir ásamt aðstöðu til að vaska upp, inni og úti. Þráðlaust net er á tjaldsvæðinu. Í þjónustuhúsi tjaldsvæðisins er að finna Egilsstaðastofu Visitor Center. Þar er hægt að kaupa kaffi, te, safa/gos og kort af svæðinu svo e-ð sé nefnt. Einnig eru veittar upplýsingar þar til gesta allt árið.
Opnunartími:, allan ársins hring: https://campegilsstadir.is/opnunar-timar-og-verd/?lang=is
Egilsstaðir er af mörgum kallaðir höfuðstaðir Austurlands en Fljótsdalshérað er annað stærsta hérað Austurlands með um 4.600 íbúa. Þar af búa um 2.300 á Egilsstöðum og um 450 manns í Fellabæ sem gerir þetta svæði að stærsta þéttbýliskjarna á Austurlandi. Mikið úrval verslana er á svæðinu og mikið af þjónustufyrirtækjum sem þjónusta jafnt ferðamenn sem íbúa. Mikil náttúrufegurð er á Egilsstöðum og í næsta nágrenni sem gerir Egilsstaði að tilvöldum stað til að gista á og ferðast þaðan í dagsferðir til annarra staða á Austurlandi. Perlur Fljótsdalshéraðs eru skemmtilegar gönguleiðiar á svæðinu og ættu allir að finna göngu við sitt hæfi.