Blika logo
Vindhviðuspá

Á ferðalagi um landið getur oft verið erfitt að átta sig á vindhviðuhættu. Þrátt fyrir hægan meðalvind geta orðið varasamar vindhviður á svæðum með ákveðin landfræðileg einkenni. Illmögulegt er fyrir flesta að þekkja alla slíka staði. Þess vegna höfum við tekið saman þá staði á þjóðvegum þar sem líkur á vindhviðum eru hvað mestar.

Á þessari síðu eru birtar líkur á vindhviðum fyrir helstu staði. Gott er að hafa í huga að lítil breyting á vindi og vindátt getur aukið líkur á vindhviður. Þess vegna er ágætt að fylgjast vel með rétt áður en lagt er af stað í ferðalag.

Spáin nær 3 daga fram í tímann og er uppfærð 4 sinnum á sólarhring. Með því að smella á dagana hér að neðan, má sjá hviðuspá fyrir helstu hviðustaði fyrir hvern dag fyrir sig.

Þegar ekið er um á fólksbíl án eftirvagns er mælt með því að keyra ekki ef spáð er meiri vindhviðum en 30 m/s. Ráðlegt er að hægja á sér og fara með gát ef hviður eru meiri en 20 m/s

Hjólhýsi og húsbílar eru létt miðað við stærð og taka yfirleitt á sig meiri vind en minni bílar. Gott er að miða við að keyra ekki með hjólhýsi, ferðavagna eða léttar kerrur í eftirdragi ef vindhviður eru meiri en 20 m/s.

Hviðukortið

Á hviðukortinu má sjá alla helstu hviðustaði landsins. Litur línanna segir til um hámarkshviðu hvers dags.

Þar sem línan er græn eru óverulegar líkur á að hámarkshviða dagsins verði yfir 30 m/s.

Sé línan gul eru nokkrar líkur á að hámarkshviða dagsins verði yfir 30 m/s.

Rauð lína stendur svo fyrir meiri líkur en minni á því að hámarkshviða dagsins verði yfir 30 m/s.

Líkur á að mesta hviða verði yfir 30 m/s