SPÁ FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA (ÞRIÐJUDAGUR)

SPÁ FYRIR VERSLUNARMANNAHELGINA (ÞRIÐJUDAGUR)
Breytingar eru í spá Evrópsku reiknimiðsvövarinnar frá í
gær, en spá GFS er enn á mánudagslínunni.
Breytingarnar hjá ECMWF felast einkum í því að lægðin djúpa
sem fer fyrir austan land er nú spáð að verða nærgöngulli um leið og henni
berst liðsauki eða aukinn kraftur á föstudag.
Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mestu um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli.
Það hefur mikil áhrif. Einkum verður meira úr rigniningunni og
nýr bakki færi þar með vestur með suðurströndinni á laugardag. Minna verður úr
hlýja loftinu norðan- og norðvestantil og meira þar líka úr vindi
(NA-átt). Miðað við þetta sleppur engin landshluti
alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið
einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt.
Sjá má breytinguna á næsta korti. Það sýnir mun á laugardagspá
ECMWF í morgun á spánni sem reiknuð var í gærmorgun. Loftþrýstingur er þannig
lægri yfir Íslandi og hærri vestur af Skotlandi, allt til marks um það að sjálfri
lægðinni er nú spáð nær Íslandi.
GFS spáin fyrir laugardag er með öðrum brag, lægðin fjarlægari og nær síður að draga inn í sig rakt loft sem fyrir er í suðri. Vegna þessa munu þeir sem skoða staðspár af miklum móð sjá nokkurn má á spám m.a. Veðurstofunnar og Bliku.