SÖGULEG RAUÐ VIÐVÖRUN

SÖGULEG RAUÐ VIÐVÖRUN

Nú rétt gaf Veðurstofa Íslands út rauða viðvörun vegna væntanlegs óveðurs á morgun. Rauða viðvörunin á við Strandir og norðurland vestra og gildir frá klukkan 17 á þriðjudag til klukkan 1 aðfararnótt miðvikudags. Ástandið er endurskoðað reglulega og ekki er útilokað að rauð viðvörun verði gefin út fyrir fleiri svæði.

Rauð veðurviðvörun er hæsta stig viðvarana í alþjóðlegu kerfi sem Veðurstofan notast við. Þetta er í fyrsta skipti sem rauð viðvörun hefur verið gefin út á Íslandi frá, en núverandi viðvaranakerfi var tekið upp árið 2017. Á síðu Veðurstofunnar má sjá eftirfarandi texti um eðli og áhrif veðurs sem varað er við með rauðri viðvörun:

"Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mikil samfélagsleg áhrif, eða slíkt veður er yfirstandandi. Einstaklega áköfum og hættulegum veðurskilyrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum, líkur á slysum eru miklar, veðrið ógnar lífi og limum. Viðbúið að samgöngur lokist og aðgengi að innviðum/þjónustu skerðist."

Eins og þessi lýsing gefur til kynna ber að taka veðurspána alvarlega, og líklegt að áhrif verði mikil. Gefið hefur verið út að fjölmörgum vegum verður lokað, þar á meðal öllum leiðum frá höfuðborgarsvæðinu. Spáin bendir til þess að allt innanlands- og millilandaflug komi til með að liggja niðri. Líklegt er að skólastarf raskist, jafnvel bæði á þriðjudag og miðvikudag og snjóflóðahætta verður umtalsverð á Vestfjörðum.

Að framangreindum málsgreinum má sjá að þetta óveður verður ekkert grín og að nauðsynlegt er að taka viðvörunina alverlega og fylgja fyrirmælum frá almannavörnum.

Við munum halda áfram að fjalla um óveðrið, nýjustu spár, og svipuð óveður hér á síðunni og á Facebook síðu Bliku.