ÖR DÝPKUN LÆGÐARINNAR

Nú í hádeginu er lægðin að dýpka um 5 hPa á um 3 klst. Hún er sem sé í foráttuvexti.
Einnkenni slíkra lægða má sjá á vatnsgufumynd SEVERI af Brunni Veðurstofunnar nú kl. 12. Lægðin er tekin að mynda skýjasnúð umhverfis miðju sína. Austan og norðan miðjunnar er uppstreymi á stóru svæði. Þar er hlýtt og rakt loft í framrás og heilmið skýjasvæði færist í aukana og breiði úr sér.
Handan lægðarmiðjunnar er hins vegar innskot af þurru lofti sem ættað er úr mikilli hæð. Streymir niður úr heiðhvolfinu. Með því dregst sk. mættisiða niður í 1000-2000 m hæð bak kuldaskilanna. Iðan ýtir undir lóðhreyfingarnar í hlýja loftinu og þar með falli loftþrýstings í miðju lægðarinnar.
Sjáum þessa þrívíddar-hugsun a mynd úr gamalli kennslubók.
Þetta þurra innskot verður aðeins greinilegt og kemur við sögu af alvöru í svokölluð sprengilægðum (e. Bomb cyclogenesis). Það sést best á tunlmyndum sem teknar er á tíðnisviði vatnsgufunnar.