ESv | 08.01.2022 11:33
NÆSTI SA-HVELLUR
NÆSTI SA-HVELLUR

Þær koma í röðum lægðirnar þessa dagana.

Sluppum vel við þá í nótt til þess að gera með A-áttinni, en engu að síður fárviðri á Stórhöfða, meðalvindur -34 m/s. Þá fóru hviður í 50 m/s á Hvammi undir Eyjafjöllum.

Næst lægð er skeinuhættari, hvessir nokkuð snögglega á undan skilum hennar seint annað kvöld. Kortið gildir á miðnætti og er frá Met Office. Það versta stendur stutt í 2-3 klst suðvestan- og sunnanlands, og síðan fellur allt í dúnalogn.

Vindaspá DMI/IGB úr tölvunni í kjallara Veðurstofunnar gefur mesta styrk óveðursins í raun lítt eftir vindinum sem var hér í vikunni suðvestanlands (aðfararnótt þrettándans).

Lægðin er hins vegar ekki eins djúp, en þó er miðjuþrýstingnum spáð um 950hPa.

Fylgst verður grannt með þróun mála!


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-8°
0 mm
2 m/s
12:00
-7°
0 mm
5 m/s
15:00
-4°
0 mm
5 m/s
18:00
-3°
0 mm
8 m/s
21:00
-1°
0 mm
8 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
7 m/s
15:00
0 mm
11 m/s
Næstu dagar
3030
5 mm
7 m/s
3131
-3°
3 mm
5 m/s
0101
-1°
5 mm
17 m/s