NAGLAR VIÐ ÞJÓRSÁRBRÚ

Hviðumæling upp á 53 m/s við Þjórsá á mæli Vegagerðarinnar í morgun er ekki rétt.
Sjá má að svokallaðir "naglar" hafa verið að koma fram frá því í gær, þegar hviður eru að mælast yfir 50 m/s upp úr þurru ef svo má segja.
Flestar þessar stöðvar eru ekki tengdar við veiturafmagn, þar sem það er ekki í boði. Þær ery tengdar við geyma og raffæðing með litlum vindrellum og sólarsellum. Á veturnar getur það gerst að spennan á geymunum lækkar og þá birtast stundum ótrúverðugar vindmælingar eins og þessar.
Þetta þarf að hafa í huga og eftir á þarf að "naglhreinsa" raðirnar.
Reyndar ætti að vera auðvelt í dag að skjóta inn í hugbúnaðinn smá "leiðréttingabúnaði" byggðan á gervigreind, svo mælingar sem þessar rugluðu vegfarendur síður í ríminu.