MEIRA UM VALENSÍUFLÓÐIN OG ORSAKIR

MEIRA UM VALENSÍUFLÓÐIN OG ORSAKIR

Nú þegar úrkomumælingar hafar verið teknar saman sést hve regnið var gríðarlegt og jafnframt á mjög afmörkuðu svæði. 

Sjáum á myndinni uppsafnaða úrkomu í gær. Annars vegar á Malagasvæðinu og enn meiri í hæðunum og fjöllunum í Valensíuhéraði.  Stækkunin sýnir þetta enn betur þar og allt að 400 mm úrkoma þar sem mest var. hún féll líka að mestu á örfáum klukkustunum.

400 mm er um helmingur ársúrkoman í Reykjavík í meðalári! 

Svona mikið steypiregn getur ekki orðið nema að saman farið ofboðslegt uppstreymi.. Enda var það svo að skýstrókavirkni fylgdi í tengslum við kröftugt uppstreymi loftsins. 

"Gota fria" eða kaldi dropinn kalla Spánverjar sjálfir þetta veðurfyrirbæri og það er vel þekkt. Ekki ósvipað úrhelli gerði 12. október 1957. Þá fórust 81.  Það eru til heimildir um "gota fria" í Valensía héraði allt aftur á 14. öld.

Kortið er 500 hPa hæð úr ECMWF (af Brunni Veðurstofunnar) kl. 18 í gær. Þar má sjá hægfara afskorna háloftalægð við Gíbraltarsund. Þarna er um að ræða kalt loft fyrir þessar slóðir sem berst yfir heitt Miðjarðarhafið. Við það verður loftið mjög óstöðugt eins og það er kallað og uppstreymið. Um leið tekur það til raka með uppgufun. SA-átt ber það síðan að ströndum Spánar og lyftingin við hæðir og fjöll eykur enn á lyftingu þess og þar með regnið.

Í raun myndast voldugir bólstraklakkar sem rýsa hátt, heitir að neðan og kaldir ofantil.  Ekki ósvipað og hér við land í útsynnigi á vetramánuðum, þegar kalt loft berst yfir hlýrri sjó. Munurinn er samt sá sjórinn hér er ekki nema um 3 til  6°C. á meðan hann er 20 til 22°C í Miðjarðarhafinu núna og á Atlantshafinu undan ströndum Marrakó.

Athugið að hringhreyfingin í afskornu lægðinni ýtir líka aflfræðilega undir uppstreymi austan miðjunnar með úrstreymi (e.divergance)  í um  8- 12 km hæð. 

Ég fór að taka eftir umræðu um að mikið gæti ringt á Spáni í tenglum við veðurspár laust fyrir helgi. Menn sú vel í hvða stenfi þegar háloftahvirfilli "slitnaði" frá og stefndi á Íberíuskagann.

Veðurstofa Spánar gafa vissulega út rauða viðvorum og allt á efsta stigi.  En alltaf er erfitt að sjá fyrir hvar mesta úrhellið hittir á.  Veit ekki til þess að svæði eða héðuð hafi verið rýmd s.s. meðfram ánni Turia sem rennur í gegnum Valaensíuborg eða Jucár. Sú á er norðar og heldur stærri.  Ætli mesti flaumurinn hafi ekki farið þar um?