MAÍ: HÆSTI MEÐALHITI Á VEÐURSTÖÐ FRÁ UPPHAFI!

MAÍ: HÆSTI MEÐALHITI Á VEÐURSTÖÐ FRÁ UPPHAFI!

MAÍ: HÆSTI MEÐALHITI Á VEÐURSTÖÐ FRÁ UPPHAFI!
Einhverjar tölur af nýliðnum maí liggja nú fyrir.

Á Akureyri (Þórunnarstræti) endar meðalhti mánaðarins í 10,1°C. Það er langhæsti meðalhiti í maí sem nokkru sinni hefur mælst á veðurstöð hérlendis. Sú tala sem kemur næst er 9,5 eða 9,6.

Getur vel verið að Veðurstofan við kerfisbundna yfirferð síðan finni lítið eitt hærri hærri tölu en þessa á einhverri annarri veðurstöð.

Athugið að samfelldar mælingar á Akureyri ná langt aftur eða til 1882!

Í Stykkishólmi liggja fyrir mælingar enn lengur eða frá 1830.
Maíhitinn þar reiknast 8,7°C og fyrra met er frá 1935 (8,2°C). Fyrsta árið (1830) var reyndar ívið hlýrra, en óráðlegt er að treysta því gildi.

Trausti Jónsson bendir síðan á að vorið, þ.e. er apríl og maí sé það hlýjasta samantekið í byggðum landsins frá upphafi mælinga, ásamt 1974.
Mæli með hans samantekt og með línuritum hér: https://trj.blog.is/blog/trj/entry/2314596/

Já þetta eru sannlega áhugaverðir tímar!

* Kortið sýnir frávik hita í 850 hPa fletinum við landi 1. -29. maí 2025. Byggt á daglegri greiningu NCEP í Bandaríkjunum.