LYKILSPÁKORT

Kort sem sýnir fljótandi úrkomu ásamt reiknaða snjóleysingu í mm.
Eða uppsafnað afrennsli af hverjum stað til hádegis á laugardag en þá styttir upp að mestu á Suðurlandi í það minnsta. Upphafstíminn er kl. 18 á fimmtudegi og líkanið hið danska DMI/IGB
Höfum hugfast að 1 mm samsvarar 1 lítra á fermetra.
Bláa ílanga svæðið suðaustan Langjökuls á vatnasviði Hvítár markar 50 mm og sjá má töluna 72 nærri Hvítárvatni. Hún samsvara afrennsli 72 lítrum á fermetra lands.
Rauðu hitatölurnar eru færðar inn á kortið. Spá um hita síðdegis á föstudag. +7°C er nærri Gullfossi.
Af stærri vatnsföllunum er áhugaverð spáin fyrir Markarfljót. Miklu afrennsli er spáð niður í Krossá í Þórmörk og þaðan í Markarfljót. Um og yfir 150 mm (l/m2) þar sem mest verður.
Þegar rennsli eykst skyndilega í stokkísuðu vatnsfalli lyftist vatnsborðið, flaumurinn eyskt og ísinn brotnar upp. Með öðrum orðum áin ryður sig. Flekar af ís flæmast niður efir farveginum og geta hæglega valdið stíflum og/eða breytt farvegum.