LARRY skapar óvissu

Fellibylurinn Larry var í nótt orðinn 4. stigs fellibylur langt suður á Atlantshafi. Ekker er gert ráð fyrir að hann verði nærri landi vestanhafs, heldur berst ákveðið norðar á Atlantshafið. Hann vekist eftir miðja viku yfir kaldari sjó, en gengur nokkuð líklega í veg fyrir lægðabylgju úr norðvestri á laugardag. Fellibylurinn sjálfur, leið hans og stefnumót við lægðabylgju veldur hins vegar allsherjaróvissu í veðurspá á okkar slóðum.
Nokkrir möguleikar koma til greina.
1.
Lægðin upp úr Larry dýpkar mikið við Hvarf. Hefur lítil bein áhrif hér, en ryður á undan sér hlýju lofti að nýju norður yfir landið á sunnudag og mánudag eftir að kólnar markvert nú í vikulokin.
2.
Lægðin þekur síðar út þroska og verður víðáttumikil á Grænlandshafi. SA-hvassviðri í helgarlok af völdum hennar Þetta er líklegasta atburðarrásin skv. nýjustu safnspám ECMWF.
3.
Larry magnar upp lægði sem kemur síðan hæðain kröpp og illúðleg með stefnu á landið. Fremur ólíklegt atburðarrás eins og staðan er í dag. En örfáar af 50 safnspám reikna nú samt með þeim möguleika.
4.
Larry koðnar niður langt suður í hafi. Finnum ekki fyirr neinu hér og ofurvenjulegt og aðgerðarlítið septemberloft verður yfir landinu framan af næstu viku með næturfrostum.
Kortið að neðan er aðal-spákort ECMWF og gildir mánudaginn 13. sept.(reikn. 6. sept kl. 00)