HREINRÆKTAÐ HEIMSKAUTALOFT YFIR LANDINU

HREINRÆKTAÐ HEIMSKAUTALOFT YFIR LANDINU

Frostið er nú farið að bíta og áhugavert að skoða  uppruna loftsins.  Sjá má að loftið er hánorrænt, komið af ísbreiðunum nærri norðurpólnum. Fyrri myndin sem reiknuð var með  Hysplit-tólinu gagnlega sýnir uppruna loftagnar í 1.500 m hæð yfir miðju landinu síðdegis, þriðjudaginn 7. mars. Hin er fyrir nk. laugardag kl. 06.  Þar er upprunnin svipaður. Loftið af þessum slóðum er ekki aðeins skítkalt, heldur líka sérlega þurrt.

Næsta kort er úr bandaríska líkani GFS og sýnir frávik hita í þessari sömu hæð í dag kl. 18 miðað við sömu árstíð. Hlutfallslega kaldasta loftið á kortinu hér og ein í N-Svíþjóð.  Á sama tíma óvenju hlýtt loft vestan  Grænlands.  Hitatölur frá Nuuk hafa m.a. vakið athygli síðustu daga.

Þriðja kortið er erfiðara viðfangs. Þar eru settir fram útgildavísar fyrir safnspár ECMWF nk. laugardag. Gefur til kynna hversu afbrigðilegt veðrið er.  Áður hefur verið fjallað um sambærilega kort, en það gefur glöggt til kynna að kuldinn  þennan dag reiknast frekar afbrigðilegur miðað við verðurfar eins og veðurlíkanið reiknar það síðustu 20 ár.  Til samræmis eru spákort laugardagsmorguninn 11. desember. Spá Veðurstofunnar til vinstri og Bliku til hægri.

Á Bliku er hægt að bera saman spár sem annars vegar eru reiknaðar á grunni GFS-líkansins (Líkan Bliku) og hins vegar á grunni ECMWF-líkansins (Evrópska líkanið).  Takið m.a. eftir á kortunum muni á frostinu á Akureyri!