BLIKA SPÁIR EKKI DROPA ÚR LOFTI

BLIKA SPÁIR EKKI DROPA ÚR LOFTI

Næstu 8-9 dagana.  Veðurstofan ekki heldur og þá erum við að tala um Reykjavík.

10 daga spá ECMWF frá því í kvöld 23. apríl segir mikla sögu. Í háloftunum (500 hPa) er spáð greinilegum og myndarlegum hæðarhrygg vestur af landinu og háloftlægð austur við Noreg.  Vestanvindurinn er með örðum orðum stíflaður fyrir austan Grænland.

Að jafnaði verður hér NA-átt í 5 km hæð í stað ríkjandi SV-áttar.

Hitt 10 daga spákortið sýnir meðalloftþrýsting og samkvæmt því verður hér hægviðrasamt að jafnaði áfram. Líklega samt N- eða NA-átt suma daga.

Kortið sýnir líka úrkomufrávik og annars staðar en norðaustanlands (nærri Vopnafirði) er spáð afar lítilli úrkomu.  Trúlega því em næst alþurru víða um vestan- og sunnanvert landið.

Gangi það eftir verður heildarúrkoma í apríl aðeins þriðjungur af meðalúrkomu í Reykjavík.  Um vestanvert Norðurland er enn þurrara og eins sunnantil á hálendinu.  Þannig hefa aðeins mælst 4 mm í Vatnsfelli sunnan Þórisvatns það sem af er apríl.  Og ólíklegt að bæti nema mjög óverulega við þá tölu fram að mánaðamótum.  Kemur þá til viðbótar við fremur þurra tíð, allt frá því í vetrarbyrjun.

Ekki er að sjá neina drastískar breytingar þegar kemur fram í maí, en vissulega meiri óvissa.  Þannig sýna 20-30% safnspánna SV-átt í háloftunum með vætutíð sunnan- og vestanlands dagana 3. til 8.maí