ÁFRAM FRIÐUR FRÁ VETRARLÆGÐUNUM
Einkennandi fyrir
veðurfarið undanfarnar vikur er hvað hefur verið hæglátt og lítið um
raunveruleg illviðri. Allar líkur eru á að
sæmilegur friður haldist enn um sinn á okkar slóðum.
Hins vegar er hægi
takturinn aðeins annar í fyrsti þætti í veðursinfóníu ársins verði hægur eða
adiagio. Þó hugsanlega allegretto inn á milli vestantil á landinu.
Lengi vel voru
horfur á skyndihlýnun í heiðhvolfi nú um áramótin. Þá með þeirri afleiðingu að
heimskautahverfillinn þarna uppi hefði nánast horfið um tíma. Vissulega hefur hlýnað þarna uppi síðustu daga,
en ekki með þeim ákafa með nokkrum vel mældum tilvikum skyndihlýnunar síðustu
áratuga. Heimskautahvirfillinn veikist
vissulega og hann aflagast. Afleiðingar
þess koma fram á fyrra línuritinu. Það kemur frá Evrópsku reiknimiðstöðinni
(ECMWF) og sýnir spá um styrk V-áttar eftir 60°N hátt í heiðhvolfinu (10 hPa).
Rauða línan í miðjunni sýnir meðaltal, en bláu línurnar einstakar safnkeyrslur.
Sjá má greinilega veikingu fyrstu viku janúar. Réttir síðan aftur úr kútnum en
nær ólíklega meðalástandi aftur fyrst um sinn a.m.k. Mikil dreifing frá miðjum janúar.
Veiklaður hvirfill
í heiðhvolfinu skilar sér niður í veðrahvolf nokkrum dögum síðar. Birtingarmyndin er m.a. umsnúningur Norður-Atlantshafssveiflunnar,
NAO. Því er spáð að hún fari frá jákvæðum
fasa allt frá um 10. des. og í neikvæðan
skv. spá GFS.
Vikuspá loftþrýstifrávika
ECMWF 8. til 15. jan. frá í gærkvöldi
gefur til kynna mjög áberandi háþrýstifrávik á stóru svæði hér við land. Lágþrýstifrávik
hins vegar við Azoreyjar. Þetta er
nokkuð dæmigerð birtingarmynd fyrir NAO÷. Þar sem vetrarhlýindi skella á V-Grænlandi og
með úrkomu, en kalt meginlandsloft nær yfirhöndinni í norður- og austur Evrópu.
Jafnvel einnig í V-Evrópu þegar fram líða stundir.
Ísland lendir
þarna á milli, en áhrifum háþrýstisvæðisins klárlega alls ráðandi.
Skoðum í því
sambandi tvær spár. Sú fyrri er hádegiskeyrsla ECMWF á nýársdag fyrir
þriðjudaginn 9. janúar.
Í háloftunum (500
hPa), má þar sjá miðju mikillar fyrirstöðuhæðar svo að segja yfir Íslandi. Í
nýjustu spánni frá í morgun er hæðin reiknuð ívið austar. Það geti skipt sköpum a.m.k. fyrir veður um
vestanvert landið. Höfum í hug að stðasetning hæðarinnar við yfirborð er ævinlega aðeins austar. Samkvæmt eldri spánni
yrði hér mjög hægur vindur, niðurstreymi lofts og bjartviðri. Yfirborðið
kólnaði, en mikil lagskipting þar sem hlýrra loft væri efra.
Nýrri spáin gerir
hins vegar ráð fyrir því að jaðar sunnan strengsins næði til landsins og þá með
betri loftblöndun. Skilin með úrkomunni sjást á síðasta kortinu (9. jan kl. 00)
fyrir vestan landið.
Óvissan felst í
staðsetningu hæðarinnar eftir þrettándann, eða frá um 7. til 15. jan. Ólíklega
verður hún alveg kyrrstæð allan þann tíma.
En hennar vegna verður því sem næstu úrkomulaust á landinu þá daga,
mögulega slydda eða rigning vestast
einhverja þessara daga, almennt fremur kalt til landsins norðan- og austantil
vegna útgeislunar og hægviðris.
Og ef þetta
gengur eftir og hæðin helst þrálát lengur fram í mánuðinn væri fullt tilefni
til samanburðar að rifja upp janúar 1963!