AFAR ÞURRT HEFUR VERIÐ Á AKUREYRI Í SUMAR

AFAR ÞURRT HEFUR VERIÐ Á AKUREYRI Í SUMAR

Norðanlands er að jafnaði  fremur þurrt á vorin og framan af sumri. Stundum mjög þurrt og vekur sjaldnast verulega athygli.  Dæmi eru um að engin úrkoma hafi fallið í heilan mánuð, en síðan er eins og ástandið jafni sig þegar kemur fram á sumarið.

Nú ber svo við að samanlögð úrkoma á Akureyri í sumar er óvenju lítil, reyndar frá því í vor.  Í maí komu 14,9 mm í mælinn.  62% meðalúrkomu.  Einkum rigndi tvo daga, 23. og 24. maí. Í júní 12,9 mm, mest sem slydda 14. til 17.júní.  12 mm í júlí eða 35% af júlí úrkomunni til jafnaðar.. Einkum rigndi seint í mánuðinum eftir mikla samfellda hita eins og við munum.  Það sem af er í ágúst er úrkoman ekki nema 4,2 mm.

Í það heila tekið er úrkoman því um 47% af því sem menn eiga að venjast frá 1. maí.  Líklega hefur aldrei verið svo þurrt á Akureyri að sumarlagi  að því gefnu að það fari ekki að rigna úr þessu.  Á því eru reyndar litlar horfur eins og sjá má á 10 daga spá ECMWF af Brunni Veðurstofunnar.  Fremur þurrt um land allt.

Lýðveldissumarið 1944 var líka þurrt á Akureyri, en það rigndi í ágúst.

Lægsta samanlagð úrkoma maí – ágúst er 56,1 mm frá 2012.   Nú er úrkomusumman 43,4 mm frá  1. maí til 10. ágúst.

Alls engri úrkomu er spáð til 22.ágúst. Stjáum til hvað gerist í lok mánaðarins.

Ef ekki rætist úr hlýtur að fara að bera á vatnsskorti norðanlands, lækir að þorna upp o.s.frv. ekki síst við Eyjafjörð!

*Myndin er af bæjarmiðlinum Akureyri.net