ESv | 06.05.2022 08:30
SUMARSPÁ FRÁ EVRÓPSKU REIKNIMIÐSTÖÐINNI

Spá ECMWF fyrir júní til ágúst er að þessu sinni nokkuð afdráttarlaus.  Gerir hún rá fyrir afgerarandi hlýindum á meginlandi Evrópu,  Spáin reiknar með lofthringrás sem knúin verður af hæðarsvæði við austurströnd N-Ameríku og áberandi háloftalægð við Baffinsland og Grænland. Áhrifa hennar gætir síðin í áttina til okkar. 

Spáin gerir jafnframt ráð fyrir því 60-70% líkur verði á því að loftþrýstingur verði lægri  en að jafnaði yfir sumarmánuðina verði hér við land.

Sjórinn heldst fremur hlýr sunnan við landið (ekki sýnt) og spáð er hita hér á landi um eða yfir meðallagi og fram kemur hærra vik norðaustanlands sem e.t.v. gefur vísbendingu um ríjandi vindátt.  Hins vegar mjög hlýtt á meginlandi Evrópu.  Hlýindum þar fylgir þurrkur á meðan úrkomusamt verður við N-Atlandshaf og þar með á okkar slóðum.

Ágætis samhengi er í spánni, Sé litið 10 ár aftur eða svo líkjast frávikin hér á landi helst sumrinu 2013. Þá var lágur loftþrýsingur að jafnaði, úrkoma 137% af meðallagi í Reykjavík og hiti markvert yfir meðallagi bæði á Akureyri og Egilsstöðum. Sjá nánar hér:  https://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2734#sumarid

En þessi spá ECMWF er sú fyrsta af 6-7 veðurlagsspám sem reiknaðar verða fyirr júní-ágúst næsta daga.  Áhugavert verður að bera þær saman um miðjan mánuðinn, 
Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
12:00
11°
0 mm
10 m/s
15:00
15°
0 mm
9 m/s
18:00
15°
0 mm
12 m/s
21:00
12°
0 mm
10 m/s
Á morgun,
09:00
11°
0 mm
5 m/s
15:00
10°
0 mm
4 m/s
Næstu dagar
1919
12 mm
1 m/s
2020
11°
12 mm
3 m/s
2121
0 mm
4 m/s