ESv | 20.09.2022 22:34
EFTIRTEKTARVERÐ HAUSTLÆGÐ FER HJÁ UM HELGINA

Lægð er spáð úr vestri og kemur hún yfir Grænland. Ekki algeng lægðabraut, en síður en svo óþekkt.  Áhugaverð þróun, byrjar sem bylgja í tengslum við kalt háloftadrag yfir Labrador. Hæðarhryggur sunnan Nýfundanlands verður einnig á norðausturland og með honum hlýtt og rakt loft.  Þetta ólíka loft nær á endanum saman og lægðin nær að dýpka hér á laugardag við A-Grænland norður af Vesfjörðum, eins og sjá má á kortinu.


Mikill þrýstimunur á milli lægðarinnar (973hPa) og hæðarinnar suðvesturundan (1034 hPa). Seinni partinn á laugardag má skv. þessari spá GFS frá kl. 18 á þriðjudag gera ú fyrsta lagi ráð fyrir að stormur verði af SV um tíma um mikinn hluta landsins. Hlýtt loft eins og sjá á gulu skellunum sem marka +10°C í um 1.200 m hæð.  Einhvers stðaar austanlands nær hiti væntanlega 20°C í snörpum hnjúkþey samtímis því sem rignir vestantil.

Á sunnudag er því síðan spáð að lægðin dýpki enn. Kuldaskil fara yfir um nóttina og kalt loft komið úr noðrvestri ryðst yfir. Miklar hitasviptingar verða því á innan við sólarhring.  . Blika spáir +4°C  á Egilsstöðum í stað 16°C daginn áður.  Snjóa mun í fjöll norðaaustanlands og Líklega þarf að ryðja Fjaðarheiðina í fyrsta sinn þetta haustið og e.t.v. fleiri fjallvegi. 

Á meðan á þessu vindur fram verða leyfar af fellibylnum Fiona að valda verulega  miklum leiðindum á Nova Scotia og Nýfundnalandi.  Við getum hrósað happi að hann hafi ekki verið þetta  2 sólarhringum fyrr á ferðinni til norðurs.  Þá hefði leiðir hans mögulega borið í veg fyrir haustlægðina okkar meðan hún var enn að mótast vestur við Kanada.   


 

Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
12:00
0 mm
2 m/s
12:00
0 mm
2 m/s
15:00
0 mm
0 m/s
15:00
0 mm
0 m/s
18:00
0 mm
1 m/s
18:00
0 mm
1 m/s
21:00
0 mm
4 m/s
21:00
0 mm
4 m/s
Á morgun,
09:00
0 mm
6 m/s
09:00
0 mm
6 m/s
15:00
0 mm
5 m/s
15:00
0 mm
5 m/s
Næstu dagar
2929
9 mm
10 m/s
3030
5 mm
3 m/s
0101
5 mm
2 m/s