ESv | 17.01.2023 09:50
HLÁKAN Í VIKULOKIN MEIRI EF EITTHVAÐ ER

Þegar hlánar eftir kuldatíð að vetri má skipta þíðunni í fjögur stig.

1.
Spillibloti er lægsta stigið. Þá fer hiti rétt yfir frostmarkið um stund, en aðeins á láglendi. Blotnar í snjó og ísskel myndast á snjónum í kjölfarið.

2.
Bloti er þegar snjórinn sem fyrir nánast gegnblotnar og rennur eitthvað undan frá honum. Slydda eða rigning fylgir gjarnan frá skilum sem fara yfir, en ekki alltaf. Blotar eru oftast skammvinnir, vara í sólarhring eða enn skemur. Síðan frystir aftur.

3.
Hláka er næsta stig. Þá er hitinn í loftinu hærri, rigning fylgir sunnan og vestanlands og þó nokkur vatnsagi. Blástur norðan- og austanlands. Snjó leysir og tekur upp, jafnvel einnig á lægri á fjallvegum.

4.
Asahláka verður þegar hlýnar ört og stendur hlákan lengur en í einn sólarhring. Hitinn á láglendi fer í 6 til 9 °C og gjarnan 10 stig einhversstaðar norðanlands með a.m.k. allhvössum vindi af landi Rignir í talsverðum mæli sunnan- og vestanlands. Asahlákunni fylgja vatnavextir á láglendi og þeim mun meiri eftir því sem snjórinn sem fyrir er nýrri og auðleystari.

####################################################################################Fleygurinn af hlýja loftinu sem spáð er að fari yfir landið á föstudag fellur nú undir skilgreininguna um asahláku. Spáð er allt 10 stiga hita á láglendi, líka fyrir norðan, talsverðri rigningu einkum seinnipartinn. Leysingin kemur til með að vara skv. spám fram eftir á laugardeginum.

Spákort ECMWF af Brunni Beðurstofunnar gilda kl. 18 á föstudag, Sjá má lægð á spákortinu á sunnanverðu Grænlandssundi og hún dýpri en áður var spáð. Eindregin rigning annars staðar en norðaustantil. Síðara kortið sýnir hita í 850 hPa (um 1.300 m) Þar má sjá að reiknað er með um og yfir 0°C í þeirri hæð um tíma. 


Reykjavík - Veðurspá
Í dag,
09:00
-2°
1 mm
8 m/s
12:00
0 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
18:00
0 mm
6 m/s
21:00
-1°
0 mm
3 m/s
Á morgun,
09:00
2 mm
8 m/s
15:00
0 mm
8 m/s
Næstu dagar
0606
5 mm
7 m/s
0707
-1°
18 mm
10 m/s
0808
17 mm
10 m/s